Hafðu samband

Hvað er hægt að fara langt á hleðslunni?

Framleiðandi gefur upp 50 km. en okkar reynsla er 30 til 40 km. eftir aðstæðum

Hvað tekur langan tíma að hlaða hjólin?

Frá tómum geymum og þar til þeir eru að fullu hlaðnir tekur 6 til 7 klst.  Framleiðandi hjólana ráðleggur að halda hjólunum í sem mestri hleðslu enda eru hjólin skemmtilegri þannig.

Er olía á drifi hjólanna?

Það er gírolía á drifi, sem heitir 80W-90 og er 90 ml. Settir á drifið í hvert skipti. Framleiðandi mælir með að skipt sé um oliu á drifi einu sinni til tvisvar á ári eftir notkun.  Á drifkúlu er bæði aftöppuartappi og lofttappi þar sem olía er sett á drifið. Mikilvægt er að þessi lofttappi sé hreinsaður við olíuskipti.

Hvernig virka hleðslutækin?

Þegar hleðslutæki er stungið í samband við rafmagn (áður en það er sett í samband við hjólið) kviknar grænt ljós á tækinu. Eftir að það er komið í samband við hjólið og byrjað að hlaða verður þetta ljós rautt.  Þegar hjólið er fullhlaðið breytist ljósið aftur yfir í grænt.  Mikilvægt er að rafmagn sé tekið af hleðslutækinu eftir notkun.

Er ábyrgð á hjólunum?

Það er tveggja ára ábyrgð á hjólunum nema rafmagnsgeymum, eitt ár. Talað er um að endingartími þeirra sé 800 hleðslur en ef geymar reynast gallaðir kemur það oftast fljótlega í ljós eftir að hjól er tekið í notkun.  Ending á geymum fer að miklu leyti eftir hvernig um þá er hugsað t.d. fer það ekki vel með rafmagnsgeyma almennt að standa lengi ónotaðir. Þá er talað um að það setjist til í þeim og ending minnki.  Þess vegna er ráðlagt að setja af stað hleðslu a.m.k. einu sinni í mánuði þó svo hjólið sé ekki í notkun.

Hvaða reglur gilda um hjólin?

Samkvæmt Umferðarlögum flokkast hjólin undir að vera léttbifhjól í flokki 1 sem þýðir að í dag er á þeim skráningarskilda. Skoða má að vef Samgöngustofu nýjar reglur sem tóku gildi 2020 en varðandi tryggingar ráðleggjum við fólki á að bera það undir sitt tryggingarfélag hvernig tryggingum er háttað á hverju hjóli fyrir sig. 

Með því að smella á myndina má sjá bækling um skráningar á hjólunum frá Samgöngustofu 

Sendu okkur póst

ehjol@ehjol.is

Heyrðu í okkur

+354 – 555 – 0595

Opnunartímar

Mánud. – Föstud. — 08:00 – 17:00
Laugard. — 09:00 – 15:30
Sunud. — Lokað

Sendu á okkur fyrirspurn eða pantaðu skoðun á hjóli.