RAFHJÓLIN OKKAR

XLDR 1000w

XLDDP 1000w

XL-3L 1000w

XL3D  1000W

Breyting á skráningu hjóla, maí 2021

Með breytingu á Umferðarlögum 11. maí 2021 samþykkti Alþingi þá breytingu að skráningarskyldu léttra bifhjóla í flokki 1 var afnumin.

Hér fyrir neðan má sjá nefndarálitið á baki við breytinguna:

Breytingartillögur nefndarinnar.
Afnám skráningarskyldu á léttum bifhjólum í flokki I.
Í 72. gr. laganna er fjallað um skráningu vélknúins ökutækis í ökutækjaskrá. Með lögum um breytingu á umferðarlögum, nr. 13/2015, urðu létt bifhjól í flokki I skráningarskyld. Lagt var til í frumvarpi sem varð að umferðarlögum, nr. 77/2019, að skráningarskylda léttra bifhjóla í flokki I skyldi afnumin. Í meðförum þingsins var hins vegar samþykkt sú breytingartillaga að létt bifhjól í flokki I skyldu áfram vera háð skráningarskyldu með vísan til þess að slík skráning auðveldaði lögreglu eftirlit með slíkum bifhjólum. Í kjölfarið hóf Samgöngustofa skráningu á slíkum ökutækjum. Á fundum nefndarinnar kom fram að ýmiss konar farartæki féllu undir létt bifhjól í flokki I en eigendahópur þeirra væri breiður. Farartækin gætu verið á tveimur, þremur eða fjórum hjólum. Þau sem væru á tveimur hjólum væru vinsæl hjá unglingum en aftur á móti höfðuðu þau sem eru á þremur og fjórum hjólum nær eingöngu til eldri borgara og öryrkja sem margir litu á sem hjálpartæki. Skráningu þessara farartækja fylgir bæði kostnaður og fyrirhöfn. Þá væri einnig ótti meðal eigenda slíkra tækja að með skráningarskyldu gæti síðar fallið aukinn kostnaður eins og að tryggingafélög gerðu áskilnað um að þessi tæki yrðu tryggð sérstaklega.
Nefndin telur að skráningarskylda á léttum bifhjólum í flokki I hafi reynst borgurum meira íþyngjandi en efni stóðu til. Það felur í sér aukna stjórnsýslubyrði þar sem ákvæðið hefur afturvirk áhrif gagnvart þeim farartækjum sem þegar voru í umferð. Það getur því reynst íþyngjandi fyrir einstaklinga að skrá bifhjólin, einkum þar sem ekki var reiknað með slíku þegar þau voru keypt. Einnig fylgir því kostnaður að skrá þau sem gæti aukist ef eigendur þurfa að kaupa sérstakar tryggingar fyrir slík hjól. Nefndin bendir á að upphaflega hafi skráningarskyldan komið til vegna notkunar ungmenna á vespum. Dregið hefur úr notkun á slíkum ökutækjum hjá þeim hópi, sér í lagi þar sem vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist. Því er raunin sú að fyrirhöfnin hvílir frekar á öldruðum og öryrkjum sem líta á þessi hjól sem hjálpartæki. Með vísan til framangreinds leggur nefndin til að létt bifhjól í flokki I verði undanþegin skráningarskyldu.

Nútíminn er rafmagn.

Þú kemst þína leið á umhverfisvænum rafhjólum.

Höfum notuð, yfirfarin hjól í umboðssölu.

Vertu í sambandi við okkur

Dalsbrún 31
810 Hveragerði

(354) 555 – 0595

Sérpöntun, Þjónusta & varahlutir.

Við getum sérpantað hjól eftir óskum hvers og eins. Afgreiðslutími sérpantana er oftast um tveir mánuðir frá því pöntun er staðfest. Öll þjónusta og varahlutalager er hjá okkur í Hveragerði.

T415 - 1000w

T409 - 1000w

T412 - 1000w

T418 - 1000w

Bakgrunnur okkar

Fyrstu hjólin frá Tongli Motorcycle komu til landsins síðla árs 2016 en fyrirtækið hefur framleitt hjól frá árinu 1996. Framleiðslugetan er 100 þúsund hjól á ári og eru þau seld til allra heimsálfa. Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í framleiðslu farartækja sem ganga fyrir hreinni orkugjöfum heldur en olíu og bensíni auk hávaðamengunar og hefur fyrirtækið lagt sitt af mörkum í þeirri þróun.

 

Okkar reynsla hér á landi er að eldra fólk sækir meira í hjólin hjá okkur heldur en yngra en það mun án efa breytast á komandi árum þegar litið er til fjárhagslegs ávinnings og þegar litið er til samfélagslegra og félagslegra þátta.

Okkur er umhugað að umhverfinu okkar

Enginn útblástur, ekkert koltvíoxíð útblástur. Bara þú og náttúran. 

Hjólið var jólagjöfin frá eiginkonunni þetta árið. Ég velti fyrir mér hver ástæðan væri, var hún hrædd um að ég færi að hanga alltaf inni þar sem ég er ekki lengur „lappaléttur“ eða var það bara kvenleg hugulsemi. Hvort heldur er þá hefur hjólið veitt mér margar ánægjustundir.

Garðar Hannesson.  

Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar maðurinn minn kom með fákinn minn, ég var sko ekki sátt við að hann hafi fengið svona handa mér en nú er ég alsæl og nýt útiveruna alla daga.

Bella Jóns, Aldur 68

Sé sko ekki eftir að hafa fengið mér T408 í golfið. Ég fer út um allan völl á þessar kerru.

Tómas Jónsson, Aldur 47

Algengar spurningar

Hvað er hægt að fara langt á hleðslunni?

Framleiðandi gefur upp 50 km. en okkar reynsla er 30 til 40 km. eftir aðstæðum

Hvað tekur langan tíma að hlaða hjólin?

Frá tómum geymum og þar til þeir eru að fullu hlaðnir tekur 6 til 7 klst.  Framleiðandi hjólana ráðleggur að halda hjólunum í sem mestri hleðslu enda eru hjólin skemmtilegri þannig.

Er olía á drifi hjólanna?

Það er gírolía á drifi, sem heitir 80W-90 og eru 90 ml. settir á drifið í hvert skipti. Framleiðandi mælir með að skipt sé um oliu á drifi einu sinni til tvisvar á ári eftir notkun.  Á drifkúlu er bæði aftöppuartappi og lofttappi þar sem olía er sett á drifið. Mikilvægt er að þessi lofttappi sé hreinsaður við olíuskipti.

Hvernig virka hleðslutækin?

Þegar hleðslutæki er stungið í samband við rafmagn (áður en það er sett í samband við hjólið) kviknar grænt ljós á tækinu. Eftir að það er komið í samband við hjólið og byrjað að hlaða verður þetta ljós rautt.  Þegar hjólið er fullhlaðið breytist ljósið aftur yfir í grænt.  Mikilvægt er að rafmagn sé tekið af hleðslutækinu eftir notkun.

Er ábyrgð á hjólunum?

Það er tveggja ára ábyrgð á hjólunum nema rafmagnsgeymum, eitt ár. Talað er um að endingartími þeirra sé 800 hleðslur en ef geymar reynast gallaðir kemur það oftast fljótlega í ljós eftir að hjól er tekið í notkun.  Ending á geymum fer að miklu leyti eftir hvernig um þá er hugsað t.d. fer það ekki vel með rafmagnsgeyma almennt að standa lengi ónotaðir. Þá er talað um að það setjist til í þeim og ending minnki.  Þess vegna er ráðlagt að setja af stað hleðslu a.m.k. einu sinni í mánuði þó svo hjólið sé ekki í notkun.

Hvaða reglur gilda um hjólin?

Samkvæmt Umferðarlögum flokkast hjólin undir að vera léttbifhjól í flokki 1 sem þýðir að í dag er á þeim skráningarskilda. Skoða má að vef Samgöngustofu nýjar reglur sem tóku gildi 2020 en varðandi tryggingar ráðleggjum við fólki á að bera það undir sitt tryggingarfélag hvernig tryggingum er háttað á hverju hjóli fyrir sig. 

Með því að smella á myndina má sjá bækling um skráningar á hjólunum frá Samgöngustofu 

Hafðu samband

Hafðu samband

(354) 555 – 0595

ehjol@ehjol.is

 

 

Heimilisfangið okkar er

Dalsbrún 31
810 Hveragerði