Hjólin okkar

Við höfum rafhjól sem hentar flestum. Skoðið úrvalið hér eða kíkið til okkar. 

T 408 

Voru fyrstu hjólin sem flutt voru til landsins og þau sem hafa selst mest. Upphaflega komu þau með 500W mótor og 4 12V geymum en í dag koma þau með 1000W mótor og 5 12V geymum. Þessi breyting var sameiginleg niðurstaða okkar og framleiðandans svo hjólin hefðu meira tog og dyggðu betur í íslenskum aðstæðum. Til viðbótar við stærri mótor þá var bætt við hljómflutningstækjum, sem nú eru staðalbúnaður. Hjólin koma með körfu á sætisbaki en hægt er að fá lokaðan kassa með lás. Að auki er farangurshólf undir sætinu.  Mál:  Lengd: 1,55 m. Breidd:  0,69 m.  Hæð:  1,10 m.

T 408-3

Voru fyrstu hjólin sem flutt voru til landsins og þau sem hafa selst mest. Upphaflega komu þau með 500W mótor og 4 12V geymum en í dag koma þau með 1000W mótor og 5 12V geymum. Þessi breyting var sameiginleg niðurstaða okkar og framleiðandans svo hjólin hefðu meira tog og dyggðu betur í íslenskum aðstæðum. Til viðbótar við stærri mótor þá var bætt við hljómflutningstækjum, sem nú eru staðalbúnaður. Hjólin koma með körfu á sætisbaki en hægt er að fá lokaðan kassa með lás. Að auki er farangurshólf undir sætinu.  Mál:  Lengd: 1,55 m. Breidd:  0,69 m.  Hæð:  1,10 m.

T 409

Þessum hjólum hafa margir Íslendingar kynnst á ferðum sínum til sólarlanda þar sem þau eru vinsæl og hægt að leigja með litlum kostnaði. Við flytjum hjólin inn með 1000W mótor 5 12V geymum og hljómflutningstæki eru staðalbúnaður. Hjólin koma með körfu á aftursæti en hægt er að fá á hjólin lokaðan kassa með lás. Að auki er farangurshólf undir aftursæti. 

Mál:  Lengd:  1,95 m.  Breidd:  0,69 m.  Hæð:  1,10 m.

T 412

Er stærra hjól heldur en T408 og byggt á sama grunni og S600. Hjólið hefur þótt henta vel þeim sem notast við hjólastóla og vilja breyta um farartæki. Ásetan á hjólinu er lægri en á T408 og sætið breiðara. Eins hefur hjólið þótt álitlegur kostur fyrir golfspilara enda eru afturdekk breið og marka ekki í gras. Hjólið er flutt inn með 1000W mótor 5 12V geymum. Læstur geymslukassi fylgir hjólinu auk þess sem farangursgeymsla er undir sæti. Þau koma með hljómflutningstækjum (Bluetooth).

Hjólin er hægt að fá með yfirbyggingu, sem er opin á hliðum.

Hægt er að fá festingar fyrir golfsett á þessi hjól.

Mál:  Lengd:  1,60 m.  Breidd:  0,69 m.  Hæð:  1,10 m. ( 1,60 m. með yfirbyggingu).

 

T 415 

Er sporthjól af bestu gerð. Hönnun hjólsins má líkja við það sem fólk þekkir sem skellinöðru nema það er á þremur hjólum. Þetta er hjól fyrir þá sem vilja komast aðeins meira s.s. af malbikinu. Hjólið hefur verið keypt til fermingagjafa og hefur vakið mikla athygli yngri kaupenda.  Hjólið kemur með 1000W 5 12V geymum, farangurskassa fyrir aftan sæti auk þess að geymslupláss er undir sæti. Það er með glussabremsu að framan en diskabremsum að aftan.  Sérlega skemmtilegt farartæki.

Mál:  Lengd:  1,65 m.  Breidd:  0,69 m.  Hæð:  1,10 m.

S 600

Er annað tveggja fjórhjóla sem við bjóðum. Hjólið er að því leiti frábrugðið öðrum hjólum að það er með fótbremsu. Stýrið er þannig búið að hægt er að halla því að ökumanni og það hefur „Cruise control“. Hjólið er flutt inn með 1000W mótor 5 12V geymum og er með læstum geymslukassa. Hljómflutningstæki eru staðalbúnaður.

Hjólin er hægt að fá með yfirbyggingu, sem opin er á hliðum.

Mál:  Lengd: 1,63 m. Breidd:  0,69  Hæð:  1,10 m.